Skógarvegur 16  bakhlið

Skógarvegur 16

Glæsilegar nýjar íbúðir á eftirsóttum stað í Fossvogsdal

Nútímahönnun

Við hönnun íbúðanna var hugað að góðum hljóð- og loftgæðum ásamt birtuflæði. Stofur eru bjartar og opnar með útgengi á svalir. Eins og vant er hjá Búseta er íbúðunum skilað fullfrágengnum.

Gróðursælt nærumhverfi og útvistarparadís

Húsið stendur á mjög skjólgóðum og fallegum reit þar sem er mikil gróðursæld. Húsið er staðsett í miðri útivistarparadís með gönguleiðum og stutt er í alla þjónustu.

Sala búseturétta

  • Opnað verður fyrir umsóknir fimmtudaginn 9. maí. kl. 12:00 - umsóknarfresti lýkur 21. maí kl.12:00
  • Til að geta sótt um íbúð verður þú að vera félagsmaður í Búseta. Íbúðir í nýbyggingum Búseta eru auglýstar á föstu verði og félagsnúmer ræður röð umsækjenda.
  • Hægt er að sækja um fleiri en eina íbúð og er þá hægt að raða íbúðum í röð eftir ósk kaupenda.

Úthlutun búseturétta

  • Úthlutun nýrra íbúða við Skógarveg, fer fram á skrifstofu félagsins Síðumúla 10, miðvikudaginn 22. maí kl. 16:00.
  • Efstu tveir á lista þurfa að mæta og staðfesta úthlutun sína. Þær íbúðir sem ganga af verða settar inn á netið fimmtudaginn 23. maí undir reglunni "fyrstur kemur - fyrstur fær." Þá er umsókn bindandi og fer beint í ferli þegar hún berst félaginu. Ef tveir eða fleiri sækja um sömu íbúðina, þá gildir tímaröð umsókna.

Kaupferli

  • Ganga þarf frá bráðabirgðasamningi vegna kaupa á búseturétti innan 10 virkra daga frá úthlutun.
  • Við undirritun bráðabirgasamnings er greitt inn á búseturéttinn kr. 375.000.- og kostnað vegna kaupanna kr. 125.000.-
  • Greiðsluáætlun á búseturéttinum er sett inn í samninginn.

Fréttir

af framkvæmdunum