Góð aðsókn á kynningarfund um Skógarveg 16

Tæplega 100 manns mættu á kynningarfundinn

Búseti stóð fyrir kynningu á Skógarvegi 16 á vel sóttum fundi á Grand Hótel. Upphaflega stóð til að halda fundinn á skrifstofu Búseta en vegna mikils áhuga var ákveðið á færa fundinn á Grand Hótel og sóttu fundinn tæplega 100 manns. Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri fór yfir starfsemi Búseta og form húsnæðissamvinnufélaga ásamt helstu nýbyggingarverkefnum. Að því loknu tók Sígríður Ólafsdóttir arkitekt við og sagði frá hönnun hússins. Ágústa Guðmundsdóttir markaðsstjóri Búseta kynnti að lokum nýjan kynningarvef um Skógarskógarveg 16 og fór yfir umsóknar- og kaupferlið.

Í lok fundarins var fyrirspurnum svarað.

skogarvegur.buseti.is