Um verkefnið

Íbúðirnar við Skógarveg eru staðsettar í miðri útvistarparadís á gróðursælum stað neðarlega í Fossvogsdalnum og því örstutt í fallegar gönguleiðir og tækifæri til útiveru. Hér býðst einstakt tækifæri til að búa í nýju og vönduðu húsnæði á þessu eftirsótta svæði

Húsið

Við Skógarveg í Fossvogsdal byggir Búseti á fallegum stað tuttugu íbúðir. Um er að ræða vandað hús sem hefur að geyma stílhreinar íbúðir, 11 tveggja herbergja og 9 þriggja herbergja. Íbúðirnar eru með inngangi af lokuðum svalagangi. Húsið er á þremur hæðum með stigagangi og lyftu. Bílastæði er í bílageymslu og fylgir stæði hverri íbúð. Möguleiki er á uppsetningu á rafbílahleðslu í samstarfi við Búseta. Við hönnun var horft til þess að byggja hús sem fellur vel að umhverfinu. Húsið stendur á mjög skjólgóðum og fallegum reit þar sem er mikil gróðursæld. Ytra efnisval hússins er af gæðum sem og lóðarfrágangur.

Íbúðirnar

Íbúðirnar eru ýmist 2ja eða 3ja herbergja með sérinngangi af svalagangi. Íbúðunum fylgja rúmgóðar verandir eða svalir ýmist til austurs eða suðurs sem nýtast vel á þessum skjólsæla stað. Ljóst eikar harðparket frá Quick-Step er á gólfum nema í anddyri, baðherbergi og geymslu, þar eru dökkar flísar. Innihurðir eru hvítar og innréttingar í ljósum lit. Sérgeymslur er í íbúðunum, auk þessi er lítill geymsluskápur sem fylgir hverri íbúð í sameign. Í húsinu er hefðbundið ofnakerfi. Innréttingar eru frá Ormsson og eldhústæki frá AEG.

Umhverfið

Eins og flestir vita er Fossvogsdalurinn grænt og fallegt svæði og vænt til útivistar. Í þessu gróðursæla íbúðahverfi er að finna göngustíga sem liggja víða og hjólreiðafólki er gert hátt undir höfði. Fossvogsskóli, sem er með grænar áherslur, er ekki langt undan og leikskólinn Furuskógur ekki heldur þar sem rekin er umhverfisstefna. Mikið þjónustuframboð er á svæðinu og er Kringlan skammt frá.

Upplýsingarit

Hér má hlaða niður upplýsingariti með verðlista, lýsingu og grunnmynd af hverri hæð á Skógarvegi 16.

Skógarvegur 16 - kynningarbæklingur

Hönnuðir

  • Arkitektar: Gríma Arkitektar, Sigríður Ólafsdóttir
  • Lagna-og burðaþolshönnun: Verkfræðistofa Þráins og Benedikts
  • Hljóðhönnun: Trivium
  • Eldvarnarhönnun: Lota
  • Raflagnahönnun: Verkhönnun
  • Verkeftirlit: EFLA verkfræðistofa
  • Lóðarhönnun: Storð

Byggingarverktaki:

  • EEV verktakar